*

Tölvur & tækni 3. janúar 2013

Dagar PlayStation 2 taldir

Sony hætti að framleiða leikjatölvurnar PlayStation 2 um áramótin.

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony er hætt framleiðslu á leikjatölvunum PlayStation 2. Fyrsta tölvan af þessari kynslóð leikjatölva kom á markað árið 2000. Þrátt fyrir að PlayStation 3 hafi komið á markað fyrir nokkrum árum hélt Sony áfram framleiðslu á leikjatölvunni. Um áramótin var hins vegar tilkynnt að fleiri tæki af þessari gerð tölvunnar muni renna af færibandi Sony. Öðru máli gegnir hins vegar um leiki fyrir tölvuna, sem verða áfram framleiddir.

AFP-fréttastofan segir í umfjöllun sinni um málið að rúmlega 150 milljón stykki hafi selst af leikjatölvunni á þeim þrettán árum sem liðin eru síðan hún kom á markað. Hún er í 2. sæti yfir mest seldu leikjatölvurnar. Til samanburðar hefur Sony selt 70 milljón eintök af arftakanum, leikjatölvunni PlayStation 3, sem kom á markað árið 2006.

CBS-fréttastofan segir fréttirnar gefa þeim orðrómi byr undir báða vængi að stutt sé í að Sony setji næstu kynslóð leikjatölvunnar, PlayStation 4, á markað.

Hér má lesa nokkuð ítarleg eftirmæli um PlayStation 2-leikjatölvuna.