*

Bílar 25. september 2018

Daimler fjárfestir í Proterra

Atvinnubíladeild Daimler, sem framleiðir Mercedes-Benz atvinnubíla, hefur fjárfest í bandaríska fyrirtækinu Proterra.

Atvinnubíladeild Daimler, sem framleiðir Mercedes-Benz atvinnubíla, hefur fjárfest í bandaríska fyrirtækinu Proterra. Þetta var tilkynnt á IAA atvinnubílasýningunni í Hannover fyrir stuttu.

Proterra er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu rafmagnsstrætisvagna. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er með höfuðstöðvar í Greenville í Suður-Kaliforníu. Fyrirtækið hefur náð miklum árangri í framleiðslu á rafknúnum strætisvögnum.

Daimler mun nota nýjustu rafhlöður og tæknivæddan drifbúnað frá Proterra í atvinnubíla Mercedes-Benz. Samstarfið mun m.a. fela í sér framleiðslu á rafknúnum skólabílum fyrir Bandaríkjamarkað. Mikill hugur er í atvinnubíladeild Daimler hvað varðar rafknúna framtíð atvinnubíla Mercedes-Benz og fyrirtækið hefur nú þegar byrjað framleiðslu á fyrstu rafknúnu atvinnubílum sína eCitaro og eActros.

Stikkorð: Daimler  • Proterra
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is