*

Bílar 27. nóvember 2011

Daimler hættir framleiðslu á lúxusbíl

Þýski bílaframleiðandinn hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Maybach.

Þýski bílaframleiðandinn Daimler AG hefur ákveðið að hætta framleiðslu á lúxusbílnum Maybach. Þetta kemur fram á WSJ.

Daimler hóf framleiðslu á Maybach árið 1998.  Ástæðan fyrir ákvörðuninni er minnkandi eftirspurn eftir bílnum.  Í stað þess bílsins mun Daimler bæta við fleiri útgáfum af S gerðinni af Mercedes Benz.

Í dag eru framleiddar þrjár útgáfur af S bílnum en þeim verður fjölgað í sex.

Frétt Wall Street Journal.

Stikkorð: Mercedes Benz  • Daimler  • Maybach