*

Menning & listir 4. maí 2013

Dansandi hagfræðingur tilnefndur til Turner-verðlauna

Bresk/þýski gjörningalistamaðurinn Tino Seghal er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Turnar-verðlaunanna.

Tilnefningar til Turner verðlaunanna, einna virtustu verðlauna á sviði myndlistar í heiminum, voru tilkynnt í síðustu viku. Sigurvegarinn verður ekki tilkynntur fyrr en í desember en athygli vekur að bresk/þýski gjörningalistamaðurinn Tino Seghal er meðal þeirra sem tilnefndir eru þetta árið.

Seghal, sem er menntaður hagfræðingur og dansari, er þekktur fyrir frumlega gjörninga sem byggjast einna helst á sérstökum aðstæðum sem ekki má ljósmynda né skrásetja með nokkrum hætti.

Stikkorð: Turner  • Tino Seghal