*

Matur og vín 25. október 2018

Danski sendiherrann fékk afhendan fyrsta jólabjórinn

J-dagurinn er alltaf fyrsta föstudag í nóvember á hverju ári og tímasetningin ávallt kl 20:59.

Á undaförnum árum hefur sú hefð skapast að Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, afhendir danska sendiherranum fyrsta kassann af Tuborg Jólabjórnum áður en hann kemur á markað.

Þessi hefð kemur til vegna J-dagsins svokallaða þegar Tuborg Jólabjórinn kemur opinberlega á bari, hótel og veitingastaði.

J-dagurinn er alltaf fyrsta föstudag í nóvember á hverju ári og tímasetningin ávallt kl 20:59. Það kemur til vegna þess að þegar bjórinn kom fyrst á markað í Danmörku 1981 varð seinkun á framleiðslunni. Þegar loksins bjórinn kom á barina kl 20:59 þá féll fyrsti jólasnjórinn og þaðan kemur orðatiltækið „Snjórinn fellur“