*

Tíska og hönnun 20. nóvember 2017

Danskt tískumerki í Garðabæinn

Mikið stuð var í opnun Baum Und Pferdgarten.

Eftir að hafa verið til sölu í verslununum Ilse Jacobsen í 12 ár fékk danska tískumerkið Baum Und Pferdgarten sitt eigið heimili síðastliðin föstudag en nú má nálgast vörur þess í glænýrri og glæsilegri verslun á Garðatorgi. Í tilefni opnunarinnar hélt starfsfólk verslunarinnar boð fyrir vini og velunnara og var risa kristalkrónu meðal annars komið fyrir á torginu til að gera stemninguna sem notalegasta. 

Margir gesta fóru heim með fulla poka og eins og má sjá á myndunum ríkti mikil gleði vegna opnunarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is