*

Tíska og hönnun 18. október 2013

Dásamleg höll fyrir utan San Pedro

Fyrir alla aðdáendur Costa Del Sol þá er hér hús sem vert er að skoða.

Ótrúlega falleg villa á fullkomnum stað á Costa del Sol á Spáni er til sölu.

Eignin er í fimm mínútna fjarlægð frá bænum San Pedro og í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá Puerto Banús. Stutt er í ströndina, búðir, veitingastaði og bestu golfvelli Spánar.

Húsið er á tveimur hæðum og er 890 fermetrar. Í því eru átta svefnherbergi og sjö baðherbergi. Móttökusalurinn er stórkostlegur og jafnast á við móttökusal í hvaða konungshöll sem er. Í honum er tvöfaldur stigi upp á efri hæðina. Úr stofum og borðstofu er einstakt útsýni yfir hafið og einnig upp í fjöllin.

Í húsinu er sérstakt herbergi sem sér um öryggisgæslu í kringum eignina. Þá er hún umkringd háum vegg og aðkeyrslan að húsinu er einkavegur alveg upp að dyrum.

Á lóðinni er sundlaug, sérstakt sundlaugarhús og tennisvöllur. 

Eignin kostar 6,95 milljón evra eða rúman 1,1 milljarð króna og nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Spánn  • Fasteignir  • Spánn