*

Matur og vín 6. mars 2016

Deilir dásamlegu leyndarmáli

Auður Ögn eigandi 17 Sorta deilir með lesendum Eftir vinnu uppskrift af Blondies.

Eydís Eyland

Auður Ögn eigandi 17 Sorta deilir með lesendum Eftir vinnu dásamlegri uppskrift af Blondínum eða Blondies eins og hún kýs að kalla þær. 

Blondies með möndlum, hvítu súkkulaði og hindberjum:

  • 125 g smjör
  • 180 g hvítt súkkulaði
  • 125 g sykur
  • 2 stk. egg
  • 225 g hveiti
  • 1 og 1/2 tsk. lyftiduft
  • 100 g hindber  
  • 50 g möndlur
  • 70 g hvítt súkkulaði

Súkkulaði og smjör er brætt saman yfir lágum hita. Súkkulaðiblandan er þeytt saman við sykurinn í hrærivél og eggjunum svo bætt út í einu í einu. Hveiti og lyftiduft er sigtað saman og blandað svo saman við. Hellt í form sem er ca. 22×22 cm og berjum, súkkulaði og möndlum dreift yfir. Bakað við 170°c í 25-30 mínútur.

Nánar er rætt við Auði Ögn í nýjasta tölublaði Eftir vinnu fylgiriti Viðskiptablaðsins.