*

Veiði 25. ágúst 2013

Dauft yfir Veiðivötnum

Veiðin það sem af er ári í Veiðivötnum er mun minni en undanfarin ár.

Í síðustu viku veiddust aðeins 819 fiskar í Veiðivötnum, 596 urriðar og 223 bleikjur og er það töluvert minni veiði en undanfarin ár. Alls hafa 12.425 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumri. Veiðin það sem af er ári er eins og áður segir mun minni en undanfar­in ár og í raun sambærileg við árin 2003 og 2004.

Mest var veiðin árin 2008 og 2009. Þau ár veiddust t.a.m. í kringum 6.000 fiskar fyrstu viku sumars, en í ár nam veiði í fyrstu viku aðeins um 2.000 fiskum. Kemur þetta fram á heimasíðu Veiðivatna.

Stikkorð: Veiðivötn