*

Ferðalög & útivist 1. desember 2013

David Beckham í hótelbransann

David Beckham mun brátt taka til hendinni og taka dýrasta hótel og spilavíti í heimi í gegn.

Enski fótboltamaðurinn David Beckham mun brátt söðla um og færa sig yfir í hótelbransann. Í samstarfi við Las Vegas Sands mun hann taka þátt í að þróa og hanna hótel í Singapúr.

Beckham segist í samtali við fjölmiðla mjög spenntur að hefja samstarfið og taka þátt í uppbyggingunni og tækifærunum sem felast í ferðamannaiðnaðinum.

Hótelið sem fær yfirhalningu Beckham er The Marina Bay Sands sem er í Singapúr. Hótelið var opnað 2010 og er dýrasta hótel og spilavíti í heimi. Á The Marina Bay Sands eru 2560 herbergi, sex frægir kokkar og spilavíti með fimm hundruð borðum og 1600 spilakössum. The Telegraph segir frá málinu hér

Stikkorð: Singapúr  • lúxushótel  • David Beckham