*

Sport & peningar 22. apríl 2014

David Moyes rekinn

Knattspyrnustjóri Manchester hefur einungis verið 10 mánuði í starfi.

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur ákveðið að reka David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra. Þetta tilkynnti knattspyrnufélagið í morgun, en USA Today birti meðal annars tilkynninguna..

Moyes hefur verið einungis tíu mánuði í starfi en hann tók við af Alex Ferguson. Manchester United hefur aftur á móti gengið afar illa undir stjórn hans og er i sjöunda sæti í deildinni eftir að hafa unnið hana í fyrra. Tapleikur gegn Everton á páskadag er talinn hafa gert útslagið. 

Ryan Giggs mun stýra Manchester United til loka leiktímabilsins.