*

Sport & peningar 9. maí 2013

David Moyes tekur við af Sir Alex Ferguson

Knattspyrnustjóri Everton fær sex ára samning hjá Manchester United og tekur við búinu af Sir Alex Ferguson.

Knattspyrnustjóri Everton, David Moyes, mun taka við stjórn Manchester United þann 1. júlí næstkomandi. Þetta var tilkynnt fyrir stundu en Sir Alex Ferguson tilkynnti í gær að hann hygðist hætta sem knattspyrnustjóri í lok þessa tímabils. Ferguson er 71 árs og hefur stýrt liðinu í nærri 27 ár með glæsilegum árangri.

Moyes hefur skrifað undir sex ára samning við Manchester United en hann er maðurinn sem Sir Alex Ferguson vildi helst fá sem sinn arftaka.