*

Sport & peningar 8. desember 2014

Davíð sigraði Golíat

Liðið í öðru sæti var ríflega tífalt verðmætara en sigurvegarinn.

Félagið Atletico Madrid, sem sigraði í spænsku deildinni á síðasta tímabili er metið á 40,5 milljarða króna, sem er þónokkuð. Þegar liðið fagnaði titlinum síðasta haust hafði það betur gegn tveimur stærstu félagsliðum heims, grönnum sínum Real Madrid og Barcelona.

Þegar verðmæti félaganna er haft til hliðsjónar er óhætt að segja að Davíð hafi sigrað Golíat. Real Madrid er metið á 425,6 milljarða króna sem þýðir að félagið er ríflega tífalt verðmætara en Atletico Madrid. Barcelona er metið á 396 milljarða.

Stikkorð: Barcelona  • Real Madrid  • Atletico Madrid