
Einn þekkasti bíll kvikmyndasögunnar er án efa Aston Martin DB5. Bíllinn var framleiddur árin 1963-1965 í aðeins 1.023 eintökum.
Vinsældum bílsins má ekki síst þakka hlutverk hans í James Bond myndinni Goldfinger sem var frumsýnd árið 1964. Alls hefur hann leikið hlutverk í 5 myndum njósnarans í þjónustu hennar hátignar. Árið 1965 birtist hann í Thunderball, árið 1995 í GoldenEye, Tomorrow Never Dies árið 1997 og Casino Royal árið 2006.
Nýjasta myndin ber heitið Skyfall og er 23. Bond myndin. Þar mun þessi gullfallegi bíll leika hlutverk eins og sést í myndbandinu.