*

Menning & listir 25. janúar 2014

Dead Snow 2 vekur lukku á Sundance Film Festival

Norskættaðir uppvakningar eru væntanlegir aftur í vor. Kvikmyndin um ævintýri uppvakninganna var að mestu leyti tekin upp hér.

Kvikmyndin Dead Snow 2 var frumsýnd á kvikmyndahá­tíðinni Sundance Film Festival í Bandaríkjunum á dögunum. Myndin er samframleiðsluverk­efni Saga Film á Íslandi og Tappe­ Luft Films í Noregi.

Dead Snow 2 hefur vakið athygli og fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Hún þótti slá gjörsamlega í gegn sem miðnæturmynd á Sundance í ár. Myndin var að mestu leyti tekin upp á Íslandi. Um eitt hundrað Íslendingar komu að gerð henn­ar.

Aðalleikarar myndarinn­ar eru Martin Starr (Knocked Up) og Amrita Acharia (Game of Thrones). Dead Snow 2 fær 8,5 á IMDB og er væntanleg í íslensk kvikmyndahús í vor.

Stikkorð: Dead Snow 2