*

Tölvur & tækni 8. september 2014

Dell frumsýnir nýjan háskerpuskjá

Dell hefur frumsýnt nýjan 5K tölvuskjá með áður óþekktum myndgæðum.

Dell hefur frumsýnt nýjan tölvuskjá sem ber nafnið Dell Ultrasharp 27" 5K. Tölvuskjárinn er 27 tommur að stærð og hefur upplausn upp á 5.120 x 2.880 pixla. AnandTech greinir frá þessu.

Tölvuskjárinn býr yfir áður óþekktum myndgæðum, en til samanburðar eru hefðbundin Full HD sjónvörp með upplausn upp á 1.920 x 1.080 pixla.

Talið er að tölvuskjárinn verði kominn á markaðinn fyrir næstu jól. 

Stikkorð: Dell