*

Bílar 28. janúar 2016

DeLorean DMC-12 aftur í framleiðslu

Ný bandarísk löggjöf gerir eftirlíkingaframleiðendum kleift að selja heildrænar og aksturshæfar eftirlíkingar.

Karl Ó. Hallbjörnsson

DMC Texas, eigandi höfundarréttarins að DeLorean bifreiðafélaginu, hefur nú tilkynnt um að ný eintök af DeLorean DMC-12 muni verða framleidd. Þetta er hægt vegna þess að ný bandarísk löggjöf hefur gert félaginu kleift að framleiða bílinn á ný.

Löggjöfin gerir leyfilegt fyrir eftirlíkingafyrirtæki að framleiða og selja bíla sem eru í fyrsta lagi orðnir 25 ára gamlir, en einnig þarf leyfi frá réttindahöfum bifreiðarinnar. Fyrrum hafði aðeins verið mögulegt að framleiða yfirbyggingu bílsins og undirvagn hans, en þessi nýju lög leyfa heildræna framleiðslu bílsins.

Vegna þess að löggjöfin krefur framleiðendurna um að bílvélin verði að mæta útblástursreglum ársins sem hann er framleiddur á mun bíllinn ekki vera nákvæmlega eins og hinn upprunalegi DMC-12. 

Bíllinn er flestum þekktur fyrir að hafa fangað hjörtu áhorfenda í Spielberg-myndinni Back To The Future. Því mjög miður munu eftirlíkingarnar ekki koma með Flux Capacitor - svo áhugamenn um tímaferðalög verða að halda áfram að vera vongóðir. Kannski á næsta ári.

Stikkorð: Bílar  • DeLorean  • DMC-12