*

Ferðalög & útivist 25. apríl 2018

Deplar meðal falinna leyndardóma

Hótelið á Tröllaskaga talið fremst uppáhaldslúxushótela og annara leikvalla hinna ríku og frægu í Business Insider.

Deplar hótelið á Tröllaskaga er talið upp sem eitt af leyndardómum lúxusferðamennskunar í umfjöllun Business Insiders, sem sviptir hulunni af hótelum hinna ríku og frægu.

Í greininni sem byrjar á því að segja lesendum að gleyma þekktari vörumerkjum eins og Four Seasons og Ritz-Carlton, heldur skuli horfa til enn fágætari ferðamennskustaða vilji menn sértækari þjónustu.

Í umfjölluninni, eru Deplar taldir fyrst allra, á lista þeirra bestu sem blaðamaðurinn telur upp. Þar er íslenska hótelið ásamt hótelum á Galapagoseyjum, búgarðs í Montana, klettasylluhótels á Amalfi ströndinni á Ítalíu, lúxushótels í lúxusskíðabænum Aspen, hótels í húsi frá 17. öld við eitt af síkjum Amsterdam og últralúxushótels Aman keðjunnar á Turks og Caicos eyjum.

Deplar eins og heimili 

Í umfjölluninni segir þó að það sé of ópersónulegt að kalla Deplar hótel, þetta sé meira eins og þú sért í heimsókn hjá vini þínum sem hafi allt til alls.

Upplifunin sé eins og að vera í ævintýri, sem næstum enginn annar ferðalangur til Íslands geti sagst hafa deilt. Þyrlurnar sem sitja við framhlið hótelsins voru það fyrsta sem blaðamaðurinn tók eftir, en þær flytja ferðalanga á fjallstoppa sem hægt er að skíða niður, en á sumrin til afskekktra hvera og fiskveiðiáa.

Staðurinn sjálfur sé jafnframt frábær til slökunar, með arineldi í herbergjum, gufusturtum, spa, íþróttaaðstöðu og inni- og útilaug þar sem hægt er að synda upp að barborðinu.

Stikkorð: lúxushótel  • Tröllaskagi  • Deplar