*

Tíska og hönnun 27. september 2013

Hús eftir sögufrægan arkitekt í New Canaan

Stórfenglegt hús er til sölu í New Canaan eftir einn frægasta arkitekt Englands.

Þau gerast ekki vandaðri húsin í New Canaan en Hammond House. Húsið var teiknað af Edwin Luytens sem var frægur enskur arkitekt. Edwin hannaði fjölmörg hús í sveitum Englands. Hann skipulagði og hannaði einnig heilu hverfin í Delí á Indlandi. 

Hammond House er gríðarlega vandað og innréttingarnar mjög massívar og íburðarmiklar. Þetta hús er fullkomið fyrir fjölskyldu sem vill klassískt og hlýlegt heimili í mikilli kyrrð en umhverfis húsið er risastór lóð sem er heill heimur út af fyrir sig með skógi, lítilli tjörn og tennisvelli. 

Í húsinu eru sjö svefnherbergi, níu baðherbergi og það er 960 fermetrar. Verðið er nú bara ekki neitt neitt miðað við íbúðir á Manhattan eða 4,995 milljónir dala eða tæpar 607 milljónir króna. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Connecticut