*

Hitt og þetta 13. janúar 2014

DiCaprio vann verðlaun fyrir leik í gamanmynd

Leonardo vann til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn í myndinni The Wolf of Wall Street.

Kvikmyndin American Hustle vann þrenn verðlaun á Golden Globes verðlaunahátíðinni sem fór fram í nótt. Þar á meðal fékk myndin verðlaun í flokknum besta gaman- eða tónlistarmyndin. Amy Adams og Jennifer Lawrence leika í myndini og fékk sú fyrrnefnda verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og sú síðarnefnda fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. 

Leonardo DiCaprio var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir gaman- eða tónlistarmynd fyrir myndina The Wolf of Wall Street. Þetta voru önnur verðlaun DiCaprio á Golden Globe verðlaunahátíðum en hann hefur hlotið níu tilnefningar. Hann þakkaði leikstjóra myndarinnar, Martin Scorsese, fyrir að hafa verið sér góð fyrirmynd og fyrir að hafa látið undan þrýstingi um að gera myndina. 

Fréttavefur BBC gerir ítarlega grein fyrir Golden Globe verðlaununum. 

Stikkorð: Golden Globe