*

Bílar 23. október 2015

Discovery Sport með nýjum vélum

Land Rover Discovery Sport hefur fengið nýjar Ingenium dísilvélar. Ný útgáfa frumsýnd hjá BL á laugardag.

Land Rover Discovery Sport hefur fengið nýjar Ingenium dísilvélar.

Nýju vélarnar eru tveggja lítra Ingenium díslivélar og eru á bilinu 20-30 kg léttari og aflmeiri en eldri vélarnar, nýta eldsneytið að meðaltali um 17% betur og skila um 17% minni CO2 útblæstri í andrúmsloftið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Með þessum nýju dísilvélum verður sportjeppinn bæði sparneytnari og aflmeiri en áður.

Ingenium dísilvélarnar í Discovery Sport eru fáanlegar í tveimur aflstærðum, annars vegar 150 hestöfl og hins vegar 180 hestöfl. Eldsneytisnotkun vélanna er einungis frá 4,9 l/100 og CO2 útblástur 129 gr/km. 180 hestafla dísilvélin skilar 430 Nm í togi og skilar bílnum á 9 sekúntum í 100 km hraða.

Níu þrepa sjálfskipting

Allar gerðir Land Rover Discovery Sport eru með nýrri 9 þrepa sjálfskiptingu sem skilar aflinu mjúklega til drifrásarinnar yfir allt snúningsvægið. Terrain Response® drifbúnaðurinn er staðalbúnaður í öllum gerðum Discovery Sport. Búnaðurinn veitir ökumanni val um mismunandi drifstillingar í samræmi við mismunandi yfirborð vegarins eða slóðans sem ekinn er, s.s. í grasi, möl, snjó, hálku eða sandi. Í samræmi við valda stillingu samræmir Terrain Response®  drifkerfið eldsneytisgjöf og sjálfskiptingu og hámarkar með hjálp fjórhjóladrifsins dreifgetu jeppans við þær aðstæður sem ekið er við.

Auk þessa tæknibúnaðar hafa torfærueiginleikar nýs Discovery Sport verið bættir um betur samkævmt framleiðandanum með nýrri fjölarma afturfjöðrun sem hefur lengra fjöðrunarsvið en forverinn hafði. Discovery Sport er fáanlegur bæði 5 og 7 manna.

Stikkorð: Land  • Rover  • Sport  • Discovery