*

Bílar 29. apríl 2012

Djarfur og sportlegur

Nýr Honda Civic með sportlegan afturenda var kynntur í mars. Bíllinn eyðir 5,8 lítrum af bensíni á 100 km í blönduðum akstri.

Róbert Róbertsson

Nýr Civic er með útlit þriggja dyra sportbíls og hagkvæmni fimm dyra hlaðbaks.

Afturhurðirnar eru til staðar en handföngin eru falin aftast á hurðunum sem er skemmtilegt hönnunaratriði og mér finnst eins og fyrst hafi komið fram á sjónarsviðið hjá Alfa Romeo með 156 bílnum sínum í lok síðustu aldar.

Civic er sportlegur en um leið framúrstefnulegur í útliti, sérstaklega afturendinn sem er ekki allra.

Þar er áberandi vindkljúfur en aft- urglugginn er tvískiptur og svolítið lítill og skerðir nokkuð útsýni sem fer fyrir brjóstið á sumum. Framendinn er flottur og kraftmikill, hliðarlínurnar eru fallega hannaðar og vekur þar auðvitað mikla athygli áðurnefndar afturhurðir sem ekki allir eru hreinlega vissir um að séu til staðar.

Nánar er fjallað um bílinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Honda Civic