*

Menning & listir 8. mars 2016

Djassskrá í miðborginni

Eftir vinnu tók saman hvar hægt er að hlusta á ljúfa tóna í borginni.

Eydís Eyland

Djass nýtur sífellt meiri vinsælda ef marka má miðbæ Reykjavíkur. Margir veitingastaðir bjóða gestum sínum að hlýða á ljúfa tóna með mat og drykk, en flestir þeirra hafa eitt eða fleiri djasskvöld í viku. Munur getur verið á tilfinningunni í tónlistinni sjálfri, stundum er hún mýkri og rólegri svo áheyrandinn geti lokað vikunni á notalegri nótum. En svo getur djassinn líka verið orkuríkur, hraður og hljóðfæraleikararnir óhræddir við að prófa nýja hluti. Sumir veitingastaðir eru með sitt eigið húsband og einnig mismunandi gestaflytjendur eftir vikum. Aðrir veitingastaðir hafa eitthvað nýtt á boðstólum í hverri viku. Eftir vinnu tók saman nokkra staði í Reykjavík sem bjóða upp á sérstök djasskvöld.

Kex Hostel

Kex Hostel er til húsa við Skúlagötu 28 og hefur boðið upp á sérstaka djassþriðjudaga í rúmlega þrjú ár. 

Slippbarinn

Slippbarinn sem er við Mýrargötu 2 býður upp á djass á laugardögum. 

Bryggjan brugghús

Bryggjan brugghús var opnað nýlega á Grandagarði 8 á Grandanum. Þar er boðið upp á vikulegan Sunnudjass sem haldinn er á sunnudagskvöldum. 

Bjórgarðurinn

Bjórgarðurinn er bistróbar í Þórunnartúni nálægt miðbænum en barinn er hluti af Fosshótel. Bjórgarðurinn sérhæfir sig í djasskvöldum og býður upp á fjóra djassdaga á viku. 

Nánari er farið yfir Djassskrána í miðborginni í Eftir vinnu fylgiriti Viðskiptablaðsins.