*

Matur og vín 8. febrúar 2013

Djúpsteiktar súkkulaðibitakökur slá ekki í gegn

Unglingar báðu skyndibitaframleiðanda að bjóða upp á djúpsteiktar súkkulaðibitakökur og framleiðandinn sagði já.

Nei, þig er ekki að dreyma og nei þú ert ekki heldur kominn til himna. Þetta er að gerast.

Nokkrir hugmyndaríkir unglingar sendu Glenfield Fast Foods ábendingu um að bjóða upp á djúpsteiktar súkkulaðibitakökur. Og þeim varð að ósk sinni. Vefsíðan The New Zealand Herald greinir frá málinu

„Unga fólkið vill oft prófa öðruvísi mat, oft dálítið skrítinn mat,“ segir Lidong Xu, eigandi Glenfield Fast Foods. Hún segir vinsældir nýju vörunnar vera viðunandi. Hún segir að fólk hafi verið forvitið að prófa kökuna djúpsteiktu einu sinni en ekki endilega aftur. Af einhverjum ástæðum. 

Fyrir þá sem vilja prófa þetta heima þá er súkkulaðibitaköku dýpt ofan í hveiti og því næst er henni velt upp úr deigi og síðan er hún djúpsteikt. 

Stikkorð: Matur