*

Hleð spilara...
Bílar 27. október 2012

DNA úr Reagan og Gorbatsjov á Ystafelli

Einn merkilegasti bíll samgönguminjasafnsins er Cadillac sem notaður var sem forsetabíll í tíð Vigdísar Finnbogadóttur

Á Samgönguminjasafninu Ystafelli er einn af þremur Dixie Flyer bílum sem enn eru til. Bíllinn er frá árinu 1919.

Að sögn Sverris Ingólfssonar, eiganda safnsins, er sá meðal merkilegustu minjanna en Sverrir nefnir að auki Skóda sem Ingimar Eydal átti og gamlan líkbíl frá Akureyri sem bæjarbúar muna margir eftir.  

Einn merkilegasti bíll samgönguminjasafnsins er Cadillac sem notaður var sem forsetabíll í tíð Vigdísar Finnbogadóttur.

VB sjónvarp leit í heimsókn samgönguminjasafninu Ystafelli á dögunum.