*

Sport & peningar 20. júní 2014

Dómarar hlaupa 13 kílómetra

Dómarar þurfa að hlaupa talsvert í hverjum leik á HM í knattspyrnu.

Á meðan knattspyrnumenn hlaupa að meðaltali 11 kílómetra eru dómararnir að hlaupa allt að 13 kílómetra í hverjum leik. Þetta kemur fram á vefsíðunni Runner´s World þar sem fjallað er um form dómaranna sem dæma á HM í knattspyrnu sem haldið er í Brasilíu um þessar mundir.

Þar kemur fram að á meðan knattspyrnumennirnir sjálfir haldi sér á ákveðnum svæðum og geti hvílt sig inn á milli þá sé álagið töluvert meira á dómurum. Þeir þurfi að vera á stanslausri hreyfingu og alltaf sem næst boltanum til að vera nákvæmir.