*

Sport & peningar 20. júní 2014

Dómarar hlaupa 13 kílómetra

Dómarar þurfa að hlaupa talsvert í hverjum leik á HM í knattspyrnu.

Á meðan knattspyrnumenn hlaupa að meðaltali 11 kílómetra eru dómararnir að hlaupa allt að 13 kílómetra í hverjum leik. Þetta kemur fram á vefsíðunni Runner´s World þar sem fjallað er um form dómaranna sem dæma á HM í knattspyrnu sem haldið er í Brasilíu um þessar mundir.

Þar kemur fram að á meðan knattspyrnumennirnir sjálfir haldi sér á ákveðnum svæðum og geti hvílt sig inn á milli þá sé álagið töluvert meira á dómurum. Þeir þurfi að vera á stanslausri hreyfingu og alltaf sem næst boltanum til að vera nákvæmir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is