*

Hitt og þetta 19. nóvember 2020

Dómnefnd skipuð fyrir Viðurkenningarhátíð FKA

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu sem haldin verður í janúar.

FKA Viðurkenningarhátíðin verður haldin 27. janúar 2021 og veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Dómnefnd hefur verið skipuð og opnað hefur verið fyrir tilnefningar á heimasíðu FKA.

„Á FKA viðurkenningarhátíðinni verða veittar þrjár viðurkenningar: FKA viðurkenningin, FKA þakkarviðurkenningin og FKA hvatningarviðurkenningin,“ segir Andrea og bendir á að hægt er að tilnefna á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Andrea segir að konunarnar sem séu tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA heldur megi vera hvaðan sem er úr samfélaginu. Jafnframt sé hægt að tilnefna í einum flokki eða öllum.

„Að fara yfir stæður af tilnefningum var andleg andlitslyfting fyrir mig í fyrra og þetta er svaðalega gaman að undirbúa FKA Viðurkenningahátíðina. Dómnefnd hefur verið skipuð sjö aðilum úr viðskiptalífinu og mun hún fara yfir allar tilnefningar sem berast FKA frá almenningi og atvinnulífinu. Dómnefnd metur og á endanum velur konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.“

Í Dómnefnd 2021 eru þau:

 • Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.
 • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri. 
 • Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.
 • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.
 • Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.
 • Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.
 • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

Vill pakka saman endingargóðum mýtum

„Mikilvægt er að skila inn öllum tilnefningum fyrir kl. 12 að hádegi þann 26. nóvember 2020 og um að gera að vinda sér í þetta verkefni. Það er svo mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og hægt og bítandi pakka saman endingargóðum mýtum um allt og ekkert,“ segir Andrea að lokum.

Valforsendur - FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd. Hægt er að senda inn tilnefningar hér.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

 • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
 • Margrét Kristmannsdóttir
 • Erna Gísladóttir
 • Guðrún Hafsteinsdóttir 
 • Birna Einarsdóttir
 • Guðbjörg Matthíasdóttir
 • Liv Bergþórsdóttir
 • Margrét Guðmundsdóttir
 • Rannveig Grétarsdóttir
 • Aðalheiður Birgisdóttir
 • Vilborg Einarsdóttir
 • Rannveig Rist
 • Steinunn Sigurðardóttir
 • Halla Tómasdóttir
 • Ásdís Halla Bragadóttir
 • Katrín Pétursdóttir
 • Aðalheiður Héðinsdóttir
 • Svava Johansen
 • Elsa Haraldsdóttir
 • Þóra Guðmundsdóttir
 • Hillary Rodham Clinton

Valforsendur - Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

 • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
 • Helga Valfells
 • Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch
 • Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir
 • María Rúnarsdóttir
 • Rakel Sölvadóttir
 • Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop
 • Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attendus)
 • Margrét Pála Ólafsdóttir
 • Marín Magnúsdóttir
 • Agnes Sigurðardóttir
 • Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
 • Guðbjörg Glóða Logadóttir
 • Jón G. Hauksson
 • Edda Jónsdóttir
 • Freydís Jónsdóttir
 • Guðrún Hálfdánsdóttir
 • Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms
 • Lára Vilberg

Valforsendur - Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

 • Anna Stefánsdóttir
 • Sigríður Ásdís Snævarr
 • Hildur Petersen
 • Hafdís Árnadóttir 
 • Sigríður Vilhjálmsdóttir
 • Guðný Guðjónsdóttir
 • Guðrún Edda Eggertsdóttir
 • Guðrún Lárusdóttir
 • Erla Wigelund
 • Dóra Guðbjört Jónsdóttir
 • Bára Magnúsdóttir
 • Guðrún Birna Gísladóttir
 • Guðrún Agnarsdóttir
 • Guðrún Erlendsdóttir
 • Rakel Olsen
 • Guðrún Steingrímsdóttir
 • Vigdís Finnbogadóttir
 • Jórunn Brynjólfsdóttir
 • Unnur Arngrímsdóttir
 • Bára Sigurjónsdóttir
Stikkorð: FKA  • Dómnefnd  • Andrea Róbertsdóttir