*

Tölvur & tækni 24. júlí 2012

Dómstóll í Þýskalandi stöðvar sölu á Galaxy Tab 7.7

Dómstóllinn ákvað að breytingar Samsung á Galaxy Tab 10.1 hafi verið nægjanlegar til þær brjóti ekki í bága við einkaleyfi Apple.

Dómstóll í Dusseldorf í Þýskalandi hefur dæmt í einkaleyfadeilu Apple og Samsung vegna útgáfu Samsung Galaxy Tab 10.1N og Galaxy Tab 7.7.

Apple vildi fá stöðvaða sölu á spjaldtölvunum frá Samsung og tók dómstóllinn undir með Apple í öðru tilvikinu. Í dóminum kemur fram að hliðar og bak Galaxy Tab 7.7 séu of líkar hönnun Apple og að stöðva eigi sölu á Galaxy Tab 7.7 í Evrópu.

Hins vegar ákvað dómstóllinn að breytingar Samsung á Galaxy Tab 10.1 hafi verið nægjanlegar til þær brjóti ekki í bága við einkaleyfi Apple. Þetta er eitt af mörgum málum sem fyrirtækin kljást um þessi misserin fyrir dómstólum víða um heim.

Stikkorð: Apple  • Samsung