*

Hitt og þetta 29. maí 2012

Donald Trump fellur á tískuprófinu

Karlmenn sem hafa vaxið upp úr hárinu eiga ekki að safna að aftan og greiða fram. Það er fyrir löngu fallið úr tísku.

Karlmenn sem eru að tapa í baráttunni við skallann eiga ekki að herma eftir bandaríska fjárfestinum Donald Trump og reyna til þrautar að fela tapið undir því hári sem enn vex á höfðinu. Þvert á móti eiga þeir að leyfa skallanum að njóta sín í veðurblíðunni í sumar.

Þetta er eitt þeirra ráða sem Hadley Freeman, tískuskríbent breska dagblaðsins Guardian, veitir þeim karlmönnum sem eru í vandræðum með hárvöxtinn. 

Hún nefnir Donald Trump sérstaklega á nafn enda hefur hann um árabil verið þekktur fyrir það að safna að aftan og greiða síðan hárið síðan fram yfir síhækkandi kollvikin. Freeman segir þessa hártísku hafa fallið úr tísku um síðustu aldamót og því nú svo komið að hún er hlægileg fremur en hitt. 

Stikkorð: Donald Trump