*

Sport & peningar 29. júní 2020

Dortmund tapar 7 milljörðum króna

Knattspyrnufélagið Dortmund væntir þess að tapa um sjö milljörðum króna á leiktímabilinu 2019/2020.

Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur uppfært fjárhagsspá sínu fyrir leiktímabilið 2019/2020 og væntir þess að tapa um 45 milljónum evra, eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Búist er við því að rekstrarhagnaður félagsins (EBITDA) verði um 62 milljónir evra, um 9,6 milljarðar króna.

Sökum mikillar óvissu hafði félagið áður dregið rekstraráætlun sína til baka. Nú þegar úrslit í þýskudeildinni liggja fyrir hefur félagið ákveðið að endurbirta rekstrarspá sína.

Dræm afkoma er sögð vera vegna áhrifum af COVID-19 en Dortmund er meðal annars með stærsta íþróttaleikvang Þýskalands, sem getur rúmað um 81 þúsund manns. Sökum COVID-19 hafa engir aðdáendur verið leyfðir og auglýsingatekjur félagsins hafa dregist verulega saman.

Félagið segir að góð rekstrarafkoma fyrri ára og sterk eiginfjárstaða geri það að verkum að þau geti staðið áfallið af sér en eigið fé félagsins er um 355 milljónir evra.

Stikkorð: Borussia Dortmund  • COVID-19