*

Menning & listir 10. maí 2012

„Double Elvis“ keypt dýrum dómum

Listamaðurinn þekkti Andy Warhol bjó árið 1963 til verkið „Double Elvis“. Verkið var nýverið selt fyrir 4,5 milljarða króna.

„Double Elvis“, mynd listamannsins þekkta Andy Warhol, var nýverið seld fyrir 37 milljónir bandaríkjadala. Það jafngildir rúmum fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Það fer þó ekki nærri söluverði eins þekktasta verks Warhol „Orange, Red, Yellow“ sem selt var fyrir 86,9 milljónir bandaríkjadala. Verk eftir Warhol eru meðal dýrustu verka sem nokkurn tíma hafa verið seld.

„Double Elvis“er silkiþrykk frá árinu 1963 en Warhol var einna þekktastur fyrir slík verk. Uppboðshúsið Sotheby´s hafði spáð því að myndin gæti selst á 30-50 milljónir bandaríkjadala. Söluverðið var því nokkuð lægra en margir höfðu búist við þó seint verði sagt að verðið sé lágt.

Samkvæmt frétt New York Times var það listaverkasafnarinn José Mugrabi sem keypti verkið. Fyrir nokkrum árum var Mugrabi mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum fyrir að vera helsti eigandi verka Warhol. Sögur herma að Mugrabi eigi alls 800 verk eftir listamanninn umdeilda.

Stikkorð: Andy Warhol  • Elvis Presley