*

Hitt og þetta 18. febrúar 2013

Downton Abbey í Bandaríkjunum?

Ef Downton Abbey væri tekið upp í Bandaríkjunum er hér listi yfir þær hallir sem kæmu hugsanlega til greina.

Sjónvarpsþættirnir Downton Abbey eru teknir upp í Highclere kastalanum á Englandi en nú hefur vefsíðan cnn.com tekið saman lista yfir kastala í Bandaríkjunum sem gætu komið til greina ef fólk vill upplifa alvöru Downton stemmingu í Bandaríkjunum. 

Sjónvarpsþættirnir Downton Abbey fjalla um Crawley aðalsfjölskylduna. Þættirnir gefa glögga mynd af stéttaskiptingunni sem var við lýði snemma á 20. öld í enskum sveitum þar sem þjónustufólk klæddi, greiddi og þjónaði aðalsfólki frá morgni til kvölds. 

Ríka og fína fólkið í Bandaríkjunum hafði þó ekki mörg hundruð ár til að byggja hallirnar sínar en þeim tókst þó ágætlega upp eins og sjá má hér að neðan. 

Hús Rockefeller-fjölskyldunnar í Hudson Valley, New York. Húsið var tilbúið 1913 og byggt af John D. Rockefeller. Hann bjó þar með fjölskyldu sinni og næstu þrjár kynslóðir á eftir bjuggu einnig í húsinu. Í dag er húsið safn. 
Hús Douglas-fjölskyldunnar í Cedar Rapids, Iowa. Húsið var byggt 1886 en Douglas fjölskyldan, sem kennd er við Quaker Oats veldið, bjó þar frá 1906 - 1981. 

Hús Booth-fjölskyldaunnar í Bloomfield Hills, Michigan. George Booth kláraði að byggja húsið, Cranbrook House, 1908 fyrir fjölskyldu sína. 

Stikkorð: Sjónvarp  • Downton Abbey