*

Bílar 8. september 2016

Drap á sér á verstu stundum

Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiríksdóttir, hefur átt marga góða bíla en fyrsti bíllinn var eftirminnilegastur.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, hefur mikinn áhuga á bílum en telur sig ekki mikla kunnáttumanneskju á því sviði.

Hún er fædd og uppalin á Dalvík, þar sem hún stofnaði og var um árabil fyrirliði fyrsta kvennaliðs bæjarins í knattspyrnu. Liðið lék eitt ár í úrvalsdeildinni árið 1994 og þá var mikilvægt fyrir fyrirliðann og aðra liðsmenn að eiga bíl til að komast í leikina.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

,,Ég hef átt marga góða bíla sem var frábært að keyra, en fyrsti bíllinn minn er einna eftirminnilegastur því hann hafði sál og hagaði sér oft undarlega. Þetta var eldgamall pólskur Fiat sem ég keypti af Sigurði Gestssyni líkamsræktarfrömuði á Akureyri. Pabba leist ekkert á gripinn og var efins um að hann dygði veturinn. Við vinkonurnar kölluðum hann ,,Hvítu hetjuna“. Bíllinn drap á sér á verstu stundum, pústkerfið hrundi og eina óveðursnóttina fylltist hann af snjó. Hann dugði sem sagt einn vetur í MA og dó á leiðinni til Dalvíkur eftir vorprófin.”

Nánar má lesa um efnið í Bílar, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.

Stikkorð: Bílar  • Helga Björk Eiríksdóttir  • Fiat