*

Menning & listir 7. júlí 2012

Draugagöngur í Reykjavík

Þó nokkrir aðilar bjóða upp á ferðir um Reykjavík þar sem tækifæri gefst til að kynnast sögu borgarinnar betur.

Þó nokkrir aðilar bjóða upp á ferðir um Reykjavík þar sem tækifæri gefst til að kynnast sögu borgarinnar betur. Stærsti hluti  viðskiptavina fyrirtækja sem bjóða upp á hjóla- og gönguferðir hér á landi eru erlendir ferðamenn. Mikið er um að vera á sumrin í slíkum ferðum en á veturna liggur starfsemin í nokkrum dvala, sérstaklega yfir köldustu mánuðina.

Draugagöngur

Óli Kári Ólason sagnfræðingur býður upp á svokallaðar draugagöngur um Reykjavík sem taka um tvær klukkustundir. Ferðin hefst við höfnina og endar svo við kirkjugarðinn við Suðurgötu. „Þetta eru sögulegir draugar sem menn segja að hafi gengið um  Reykjavík,“ segir Óli Kári en hann hefur þó aldrei séð draug sjálfur. Hann þekkir aftur á móti fólk sem hefur gert það. Óli býður upp  á draugagöngurnar alla daga fyrir utan föstudaga en þá taka bæði draugar og sagnfræðingar sér frí.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.