*

Hitt og þetta 13. september 2013

Draugalegustu staðir í heimi

Í dag er svartur dagur þeirra sem eru hjátrúafullir. Er þá ekki tilvalið að skoða draugalegustu staði í heimi?

Þeir gerast ekki draugalegri og drungalegri staðirnir sem The Telegraph tók saman í tilefni dagsins.

Þar má til dæmis nefna þorpið Pluckley í Kent. Þorpið hefur verið nefnt „draugalegasta þorp Bretlands“ vegna þess að yfir tíu draugar svífa um bæinn og hrella íbúa. Skógurinn sem umlykur þorpið heitir Screaming Woods þar sem heyra má gólin í löngu látnu fólki.

Annar hryllingur er til dæmis Dúkkueyja eða The Island of the Dolls í Mexíkó. Xochilmilco nefnist borgarhluti Mexíkóborgar en þar eru kanalar og manngerðar eyjur. Frægasta eyjan var í eigu Julian Santana Barrera. Eftir að lík ungrar stúlku fannst í skurði nálægt eyju Julian tók hann til sinna ráða og hengdi parta úr dúkkum og dúkkuhöfuð um alla eyju til að fæla illa anda frá henni. Julian dó árið 2001 en áhugasamir geta siglt út í eyjuna og skoðað sig um.

Pripyat í Úkraínu er borg sem var yfirgefin eftir kjarnorkuslysið í Tjernóbýl árið 1986. Bærinn var stofnaður 1970 eingöngu til að hýsa starfsmenn kjarnorkuversins. Í dag er ferðamönnum leyft að heimsækja borgina. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Örvænting  • Hræðsla  • Draugagangur