*

Bílar 15. október 2012

Draumabíll Gunnleifs: Suzuki XL7

Þarf að hafa mikið pláss í bílnum fyir fjögur börn og þau hjónin.

,,Ég er ekki mikill bíladellukall. Ég myndi raunar segja að ég væri að keyra draumabílinn minn nú þegar. Það er Suzuki XL7 sem er sportlegur, sjö manna jeppi," segir Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu um draumabílinn í Bílablaðinu sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í vikunni.

Hann segir það mikilvægt fyrir sig að hafa nóg pláss í bílnum: „Það er eins gott því það þarf að vera pláss fyrir börnin mín fjögur og okkur hjónin. Ekki skemmir fyrir að hann er mjög flottur og er góður í öllum aðstæðum.“

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir Suzuki XL.