*

Bílar 22. júní 2013

Draumabíll Karenar

Karen Kjartansdóttir segir draumabílinn uppfylla flestar kröfur sem hún sækist eftir í fari bíla og karlmanna.

„Nýr Skódi kemur sterklega til greina því maður fær mikið fyrir peninginn við slík kaup. Ef ég þyrfti ekki að horfa í aurinn væri ég líka til í að smella mér á Volvo XC90. Volvo eru svo fallegir bílar og uppfylla í raun flest það sem ég sækist eftir í fari bíla og reyndar karlmanna líka, það er segja traustir, öruggir, látlausir en fágaðir,“ segir Karen Kjartansdóttir, fréttamaður á Stöð 2, um dramabílinn sinn.

Í Bílum, sérblaði sem fylgdi nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, er rætt við nokkra einstaklinga sem lýsa draumabílnum sínum. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.