*

Bílar 12. október 2012

Draumabíll Kristínar: Shelby Mustang módel '67

Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri Te & Kaffi, elskar sjöunda áratug síðustu aldar.

,,Draumabíllinn minn er Shelby Mustang GT500 árgerð 1967. Ég elska sjöunda áratuginn, tónlistina og bílana frá þeim tíma,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri Te & Kaffi.

Kristín tjáir sig um draumabílinn í Bílablaðinu sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í vikunni.

Hún segir um bílinn:

„Það er svo mikill „feel good fílingur“ sem fylgdi öllu á þessum tíma. Ég og vinkona mín rúntuðum svolítið á Ford Mustang bíl bróður hennar, árgerð 1994, þegar við vorum nýkomnar með bílpróf og okkur leiddist ekki krafturinn í honum. Ætli áhuginn á Mustang komi ekki einmitt þaðan.“

Stikkorð: Shelby Mustang