*

Bílar 22. september 2016

Dregur allt að 230 km

Nýr Mercedes-Benz-B-Class rafbíll hefur verið kynntur til leiks.

Nýr Mercedes-Benz B-Class rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem kemur hingað til lands.

B-Class rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km.

Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur þannig að það er gott afl í þessum bíl. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur verið til sýnis undanfarna daga í Hörpu í tengslum við Energy Brand ráðstefnuna.

Stikkorð: B-Class  • Mercedez Bens  • kynntur  • rafbíll