*

Tölvur & tækni 12. júní 2012

Dregur úr vexti Facebook

Notendur Facebook vörðu minni tíma í ráp á vefnum í apríl en í fyrra.

Dregið hefur úr vexti heimsókna á samfélagsvefinn Facebook. Notendur nota hann nú í styttri tíma en áður, samkvæmt umfjöllun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal um málið. 

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að 5% aukning varð á fjölda heimsókna notenda sem skráðir eru inn á vefinn. Jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan markaðsrannsóknafyrirtækið ComScore fór að fylgjast með vexti og viðgangi fyrirtækisins. 

Samkvæmt samantekt ComScore vörðu notendur Facebook u.þ.b. sex klukkustundum að meðaltali á vefnum á mánuði í apríl. Það er 16% aukning á milli ára. Til samanburðar var vöxturinn 23% frá apríl árið 2010 og fram til apríl 2011. 

Augu fjárfesta hafa beinst að Facebook upp á síðkastið eftir að fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað fyrir um mánuði. Fyrirtækinu hefur þar átt fremur afleita daga en gengi bréfa fyrirtækisins hefur hrunið um 40% síðan það náði hámarki.

Stikkorð: Facebook