*

Menning & listir 28. september 2012

Dreifa frumkvöðlamynd um allan heim - Myndband

Íslenskar konur leikstýra mynd sem fjallar um unga frumkvöðla. Hún verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Palo Alto.

„Við erum búin að gera dreifingarsamning við bandarískt fyrirtæki sem mun sjá um dreifingu erlendis,“ segir Sesselja Vilhjálmsdóttir, annar leikstjóra The Startup Kids sem frumsýnd verður hér á landi á RIFF á morgun. Fyrirtækið Film-Buff sem mun sjá um dreifinguna er dótturfyrirtæki Cinetic Media sem er eitt af stærstu dreifingarfyrirtækjum á óháðum myndum í Bandaríkjunum að sögn Sesselju.

Sesselja og meðleikstjóri hennar, Valgerður Halldórsdóttir, sýna myndina, sem fjallar um unga frumkvöðla, víðar um helgina því hún verður einnig sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Palo Alto í Bandaríkjunum. Einnig má gera ráð fyrir að myndin verði tekin til sýningar í fjölmörgum háskólum í Bandaríkjunum á komandi mánuðum, þar á meðal í Harvard og Stanford.

Hér má sjá brot úr myndinni. 

Stikkorð: The Startup Kids