*

Menning & listir 16. október 2014

Dreifir listaverkum á meðal útgerða

Ný sýning eftir bandaríska myndlistarmanninn Lawrence Weiner opnar í dag.

Klukkan fimm í dag verður opnuð sýning bandaríska myndlistarmannsins Lawrence Weiner í gallerí i8 við Tryggvagötu. Sýningin, sem ber titilinn „Fram með ströndinni“, samanstendur af þremur stórum textaveggverkum, á íslensku og ensku, teikningum á pappír og fiskikörum. Weiner hefur framleitt áletruð fiskikör sérstaklega í tilefni sýningarinnar en fimmtíu slíkum körum verður dreift á meðal útgerða til notkunar á næstu árum.

Weiner er heimsþekktur listamaður og talinn meðal helstu forsprakka konseptlistar frá sjöunda áratug síðustu aldar. Hann hefur haldið einkasýningar í mörgum af stærstu söfnum heims en þar má telja m.a. Stedelijk safnið í Amsterdam, Haus der Kunst í München í Þýskalandi og Whitney Museum of American Art í New York.

Stikkorð: i8 gallerí  • Lawrence Weiner