*

Matur og vín 2. nóvember 2012

James Bond bragðar Macallan 50 ára

Flaskan af Macallan sem Bond gæðir sér á í Skyfall kostar 3 milljónir.

Í nýjustu James Bond myndinni Skyfall bragðar Bond á 50 Macallan vískí. 

Flaskan af slíku gæðavíski kostar 3 milljónir króna. Eins og þeir sem hafa séð myndina vita, þá voru þetta dýrir dropar sem fóru til spillis þó fleiri hafa eflaust séð meira á eftir öðru þá stundina.


Fáir ef nokkrir áhorfendur hafa bragðað eldra Macallan en 30 ára það enda kostar flaskan af því litlar 170 þúsund krónur. Það fékkst að jafnaði á Hótel Holti fyrir fall bankanna, þá næstum helmingi ódýrara. Lítið hefur frést af því síðan þá. 

Sumum þætti það tómt rugl að kaupa vískísjúss á 5 þúsund,  eins og til dæmis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem hefur ekki einu sinni 12 ára Macallan til sölu. 

Vín&vindlar mæla með því við lesendur að bragða svona eins og einu sinni á ævinni alvöru Macallan vískí. Þrjátíu árin munu flestir sætta sig við, enda silkimjúkt. 

Hinir sem vilja splæsa 100 þúsund kalli í 50 ára verða eflaust heldur ekki sviknir. Þá er ekki verra að drykkurinn sé á kostnað einhvers annars, hvort sem það er vondi kallinn eða breskir skattgreiðendur.

Stikkorð: James Bond  • Skyfall  • Macallan