*

Sport & peningar 1. júlí 2012

Drogba í góðum málum

Fyrirliði landsliðs Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu ætti ekki að þurfa að fá lánað fyrir nokkrum hlut á næstu tveimur árum.

Það virðist vera nóg til af peningum í kínverska boltanum en Didier Drogba hefur skrifað undir fyrir Shanghai Shenhua þar sem hann hittir fyrir félaga sinn Nicolas Anelka.

Drogba mun hafa skrifað undir tveggja og hálfs árs samning sem gefur honum 200 þúsund pund í vikulaun. Það jafngildir tæplega 40 milljónum íslenskra króna, 160 milljónum króna á mánuði.

Geri aðrir betur!

Stikkorð: Didier Drogba