*

Bílar 24. júní 2013

Drossía Maó formanns var meira amerísk en kínversk

Fyrsta kínverska drossían var smíðuð fyrir Maó formann árið 1958. Lítil eftirspurn eftir Rauða fánanum í dag.

Hongqi hefur verið lúxusbíladeild kínverska bílaframleiðandans FAW frá árinu 1958. Það ár framleiddi fyrirtækið Rauða fánann (e. Red flag), sérstaka viðhafnarbifreið fyrir Maó „formann“ Zedong.

Fyrsti Rauði fáninn, CA72, var reyndar ekki kínverskari en svo að hann var byggður á Chrysler Imperial árgerð 1955. Sama á við um minni lúxusbíla frá Honqi sem hafa verið byggðar á grunni Audi 100, Lincoln Town Car og ToyotaCrown Majesta.

Lúxusbílamarkaðurinn í Kína er ört vaxandi. Kinverska Hongqi gengur ekki vel í samkeppninni við þýska, ameríska, japanska og kóreska lúxusbíla.

Hongqi var aðeins með 0,2% af lúxusbílamarkaðnum í fyrra samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu LMC Automotive.

Nánari umfjöllun um kínverska markaðinn, Hongqi og bílasýninguna í Shanghai er að finna í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Maó  • Rauði fáninn