*

Matur og vín 2. febrúar 2013

Drykkir eftir vinnu

Þegar velja skal stað eftir vinnu í drykki er hætt við að „allir“ fari á þann bar sem þykir töff og er í tísku og að annað komi ekki til greina.

Lára Björg Björnsdóttir

Fyrir ykkur sem nennið ekki að taka þátt í slíku og viljið bara fá ykkur heiðarlegan drykk og kannski smá snarl í huggulegu umhverfi, þá má alveg skoða allskyns staði um alla borg:

Forréttabarinn: Hingað er gott að fara ef maður þarf aðeins meira í magann en bara eitthvað fljótandi. Maturinn er dýrðlegur, þjónustan hröð og alltaf nóg pláss. Stemmningin er eins og að vera komin til útlanda, en þú sleppur við flugferð og kíkir bara upp Mýrargötuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Matur  • Forréttabarinn