*

Tölvur & tækni 13. febrúar 2012

Dust-leikur CCP langt kominn

Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP, gerir ráð fyrir því að nýjasti tölvuleikur fyrirtækisins komi á markað í sumar.

Nýjasti tölvuleikur CCP, Dust 514, er kominn í lokaða prufukeyrslu meðal þúsund starfsmanna CCP og Sony. Hilmar Veigar Pétursson segir að leikurinn sé langt kominn og að lokuð prufukeyrsla, svokölluð beta, almennra spilara hefjist í vor.

„Spilarar munu geta spilað leikinn á árlegu spilarahátíðinni okkar í mars, en útlit er fyrir að hún verði jafnvel enn stærri en í fyrra. Alltént hafa fleiri miðar selst á hátíðina núna en á sama tíma í fyrra.“

Hann segir að nýjasta uppfærsla á flaggskipsleiknum EVE Online hafi heppnast mjög vel og að á síðasta ári hafi spilurum leiksins fjölgað.

„Það hljóp snurða á þráðinn hjá okkur í fyrrahaust og þurftum við að taka erfiðar ákvarðanir og breyta um stefnu í ákveðnum málum, en við erum komin fyrir þá erfiðleika núna.“

Gert er ráð fyrir því að Dust 514 komi á markað í sumar.

Stikkorð: CCP  • Dust 514  • Hilmar V. Pétursson  • S