*

Menning & listir 16. nóvember 2016

Dylan kemst ekki

Söngvaskáldið Bob Dylan kemst ekki til að taka á móti Nóbelsverðlaununum. Hann hefur öðrum hnöppum að hneppa á sama tíma.

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið, kemst ekki á verðlaunaafhendinga sem verður í desember næstkomandi. Hann leggur þó áherslu á það hve stoltur hann sé fyrir viðurkenninguna í bréfi til Nóbelsnefndarinnar.

Hann tekur einnig fram í bréfinu að hann komist ekki á verðlaunaafhendinguna vegna þess að hann hafði öðrum hnöppum að hneppa. Það kom þó ekki fram hvað lagahöfundurinn dáði væri upptekinn við.

Stikkorð: Bob Dylan  • Nóbelsverðalun  • bókmenntin  • kemst ekki