*

Tíska og hönnun 13. febrúar 2013

Dýrasta eins svefnherbergis íbúð í heimi?

Eins svefnherbergis íbúð í húsi sem kallast The House Minamiazabu í Japan er talin vera sú dýrasta af þessari gerð.

Íbúðin komst í heimsfréttirnar þegar hún fór í sölu en hún kostar tæpa þrjá milljarða króna og er á efstu hæð í The House Minamiazabu í Minato-ku í Tókýó. Nánar er fjallað um íbúðina á vefsíðunni Japan Property Central.

Þó að íbúðin sé tæknilega séð bara með eitt svefnherbergi nóg pláss. Í íbúðinni eru til dæmis tvö fataherbergi, stofa, tvær borðstofur, tvö eldhús, þvottahús, stórt baðherbergi og tvö minni baðherbergi. Allt í allt er íbúðin 412 fermetrar. Þakgarðurinn er 70 fermetrar og gleymum ekki litlum inni garði sem er 33 fermetrar. 

Íbúðinni fylgja tvö stæði í bílageymslu. Sú leiga kostar 293 þúsund krónur á mánuði sem er eins og meðalleiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð í sama hverfi. Þó væri sú íbúð aðeins minni en sú sem hér um ræðir. 

 

Stikkorð: Japan  • Fasteignamarkaður